_82006236_bald'sleechbookfolio12b

Sýklalyfjaónæmi er vaxandi vandamál í heminum og vísindamenn leitast nú við að finna ný lyf sem drepa ónæmar bakteríur. Nýjasta framþróunin kom heldur betur úr óvæntri átt en 1.000 ára Engilsaxneskt augnsmyrsl reyndist virka vel gegn bakteríunni Staphylococcus aureus í nýrri rannsókn.

Uppskriftin fannst í gömlu ensku handriti sem kallast Bald’s Leechbook. Handritið var þýtt í þeim tilgangi að finna nýjar lausnir við sýklalyfjaónæmi en talið er að um 300 milljónir manna munu hafa látið lífið vegna sýklalyfjaónæmis árið 2050.

Í rannsókninni var farið eins nákvæmlega eftir upprunalegu uppskriftinni og hægt var og niðurstöðurnar komu heldur betur á óvart. Í ljós kom að smyrslið drap 90% sýklalyfjaónæmra Staphylococcus aureus, öðru nafni MSRA. Þetta forna lyf virkaði betur en nútímasýklalyf bæði við tilraunaaðstæður og í músamódelum. Rannsóknarhópurinn prófaði einnig innihaldsefnin í sitthvoru lagi á tilraunastofunni en það var einungis þegar uppskriftinni var notuð í heild sinni sem lyfið virkaði.

Fyrir áhugasama er hægt að prófa að búa lyfið til heima í stofu eftir þýðingu BBC.

Augnsmyrsl Balds

– Jöfn hlutföll hvítlauks og annars lauks, fínt saxað og mulið í morteli í tvær mínútur.
– Bætið við 25 ml af ensku víni – í þessu tilfelli frá ævafornri vínekru nálægt Glastonbury.
– Leysið upp gallsölt úr nautgripum í eimuðu vatni, bætið við öðrum innihaldsefnum og geymið síðan kælt í níu daga við 4 gráður Celsíus áður þið síið vökvann í gegnum efnisbút til að fjarlægja agnir (particulates).

Fréttatilkynningu rannsóknarhópsins má finna hér.