Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna í gær (8. mars) birti vísindafréttaveitan ScienceAlert lista yfir 10 vísindakonur sem af einhverjum ástæðum hafa ekki notið meiri athygli en raun ber vitni þrátt fyrir ótrúleg afrek. Við endurbirtum þennan lista til heiðurs öllum konum í vísindum.

1. Carolyn Porco

Mynd: Ted
Mynd: Ted

Fyrst ber að nefna Carolyn Porco. Hún og hópur hennar uppgötvaði meðal annars sjö tungl Satúrnusar, og nokkra hringi hans. Í dag vinnur Carolyn við að mynda Satúrnus í bak og fyrir þar á meðal póla hans og hringi.

2. Lynn Margulis

Mynd: Wikimedia
Mynd: Wikimedia

Lynn er manneskjan á bak við þróunartré lífsins. Hún skilgreindi nú viðurkennda kenningu þess að uppruni heilkjarnafruma hafi upphaflega verið samruni baktería, þar sem hún gerðist svo djörf að halda því fram að bæði hvatberar og grænukorn væru bakteríur innlimaðar inní stærri hýsil. Þessi merka kona dó árið 2011 þá 73 ár að aldri.

3. Sameera Moussa

Mynd: Wikimedia
Mynd: Wikimedia

Sem fyrsta konan til að afla sér doktorsgráðu í kjarnorku beytti Sameera sér fyrir friðsamlegri notkun orkunnar. Hún kom meðal annars á fót Atomic Energy for Peace Conference, ráðstefnu þar sem fræðimenn alls staðar að úr heiminum unnu að því að draga úr notkun kjarnorku í stríðsrekstur. Sameera var egypsk og lifði frá 1917-1952.

4. Marie Maynard Daly

Mynd: Wikimedia
Mynd: Wikimedia

Marie, fædd árið 1921 dáin 2003, var fyrsta þeldökka konan sem útskrifaðist með doktorsgráðu í lífefnafræði. Á starfsferli sínum tók hún þátt í að skilgreina ferla í frumukjarna en að auki lagði hún heilmikið af mörkum við að greiða leið minnihlutahópa inní háskóla.

5. Peggy Whitson

Mynd: NASA
Mynd: NASA

Peggy er starfsmaður hjá NASA og hefur farið marga ótroðna slóðina. Hún var m.a. fyrsta konan til að ganga í geimnum og fyrsta konan sem gegnir yfirmannsstöðu á ISS (International Space Station)

6. Ayanna Howard

Mynd: Georgia Institute of Technology
Mynd: Georgia Institute of Technology

Aynna vinnur við að hanna vélmenni og er talin einn fremsti vísindamaður samtímans í þeim geira. Eitt af hennar helstu afrekum var að hanna og forrita vélmenni sem safnar gögnum um hlýnun jarðar á Suðurheimsskautinu.

7. Mary Kenneth Keller

Mynd: Wikimedia
Mynd: Wikimedia

Mary Kenneth var ekki bara nunna í lifanda lífi (1913-1985), hún stundaði einnig doktorsnám í tölvunarfræði. Hún var svo fyrsta konan til að gegna störfum sem slíkur hjá Dartmouth University og tók þar þátt í að þróa forritunartungumálið BASIC.

8. Mae Carol Jemison

Mynd: NASA
Mynd: NASA

Þó ótrúlegt megi virðast þá njóta þeldökkar konur enn þann dag í dag minni virðingar en þær sem hafa hvítt hörund. Það er ekki síst þess vegna sem Mae Carol er merkiskona en hún var fyrst þeldökkra kvenna til að fara útí geiminn.

9. Ida Noddac

Mynd: Wikimedia
Mynd: Wikimedia

Ida, sem fæddist árið 1896 og dó 1978, var efnafræðingur með meiru. Hún, ásamt manni sínum, uppgötvaði frumefnið rhenium árið 1934.

10. Arfa Karim

Mynd: Wikimedia
Mynd: Wikimedia

Arfa sem náði því miður bara 16 ára aldri var yngst til að landa vottun sem starfsmaður hjá Microsoft, þá aðeins 9 ára. Hefði hún lifað lengur hefði hún án efa náð langt í lífinu og þá ekki síst í tölvuheiminum. Hún fæddist árið 1995 í Pakistan og dó árið 2012 í kjölfar alvarlegs flogaveikiskasts.

Þó margir gætu haldið að þetta væri tæmandi listi þá er það langt frá sannleikanum. Hér má sjá miklu lengri lista sem við hvetjum alla til að skoða, sér til gagns og gamans.