Indland er hættulegasta land heims fyrir kvenfólk samkvæmt skýrslu frá Thomson Rauters Foundation. Bandaríkin eru í 10. sæti á listanum.

Listinn var útbúinn út frá spurningalista sem lagður var fyrir 548 sérfræðinga á sviði málefna kvenna. Sérfræðingarnir voru hvaðanæva að úr heiminum.

Meðal þess sem þátttakendur voru beðnir um að gera var að lista fimm lönd af þeim 193 sem eru meðlimir Sameinuðu þjóðanna sem þeir töldu vera hættulegust konum. Byggja átti topp fimm listann á þáttum á borð við gæði heilbrigðisþjónustu, kynbundins ofbeldir, áreiti og mansali.

Indland kom verst út úr könnuninni, meðal annars með tilliti til kynbundins ofbeldis, mansali, nauðungarvinnu, nauðungahjónabanda og kynslífsþrælkun. Ofbeldi gegn konum þar í landi hefur farið vaxandi á undanfarnum áratug og jókst það um 83% á milli áranna 2007 og 2016.

Athygli vekur að Bandaríkin skuli komast á listann. Ástæðuna má rekja til #MeToo og Time’s Up herferðanna sem hafa verið áberandi í umræðinni á undanförnum mánuðum.

Sambærilegur listi var gefinn út árið 2011. Þá voru það Afghanistan, Lýðveldið Kongó, Pakistan, Indland og Sómalía sem voru þá efst á lista.

Listann í heild sinni fyrir árið 2018 má sjá hér að neðan.

1. Indland

2. Afghanistan

3. Sýrland

4. Sómalía

5. Sádí Arabía

6. Pakistan

7. Lýðveldið Kongó

8. Yemen

9. Nígería

10. Bandaríkin