Adderall er lyf sem gjarnan er gefið við athyglisbresti. Það er samt einnig frekar vinsælt meðal þeirra sem ekki kljást við ADHD.

Margir telja að lyfið geti hjálpað fólki að læra og eru vinsældir þess því aldrei meiri en í prófatíð, sérstaklega í ákveðnum löndum. Fyrir ykkur sem hafið verið að velta þessum ólöglega kosti fyrir ykkur þegar jólaprófin fara að nálgast, mælum við með því að þið horfið fyrst á þetta myndband.