si-fungisoil

Samfélagsmiðlar eru ekki eingöngu skemmtileg dægrardvöl ef marka má frétt á vefsíðu Science. Notendur samfélagsmiðilsins Reddit eru nú farnir að safna jarðvegssýnum fyrir hópfjármagnað verkefin sem hefur það markið að uppgötva ný lyf með því að rækta sveppi úr jarvegssýnum.

Verkefnið fór af stað árið 2010 en það gekk hægt að safna sýnum. Allt breyttist þó skyndilega þegar notandi Reddit birti hlekk á vefsíðu verkefnisins, sem nefnist Citizen Science Soil Collection Program, þann 14. mars síðastliðinn. Á innan við viku höfðu fleiri en 4.000 einstaklingar beðið um að taka þátt, sem verður að teljast ansi gott í ljósi þess að aðeins 500 tóku þátt árið 2014.

Verkefnið byggist á því að reyna uppgötva ný lyf með því að taka sýni af ýmsum af sveppum í jarðveginu. Enn sem komið er eru sveppategundir lítið rannsakaðar og von hópsins er að með því að efla rannsóknir á sveppum geti þeir fundið ný efnasambönd sem gætu gagnast í baráttunni við krabbamein og smitsjúkdóma.

Vísindamennirnir hjá háskólanum í Oklahoma, sem standa að rannsókninni, eru eðlilega í skýjunum með athyglina sem verkefnið hefur fengið og vinna nú að því að kynna verkefnið enn frekar á samfélagsmiðlum.

Þeir sem vilja kynna sér verkefnið betur geta gert það hér.