Mynd: BRIC Plus
Mynd: BRIC Plus

Gátan hér að neðan hefur oft verið eignuð Albert Einstein og á hann að hafa samið hana þegar hann var ungur strákur. Það eru þó ekki allir sammála um uppruna gátunnar en hún hefur einnig verið sögð samin af Lewis Carrol. Ekki er vitað hvort það var Einstein, Carrol eða einhver allt annar (eða önnur) sem samdi gátuna en það breytir því ekki að hún er skemmtileg. Getur þú leyst hana?

Fimm hús í fimm litum standa í röð. Í hverju húsi býr einstaklingur og er enginn þeirra af sama þjóðerni. Eigendur húsanna drekka ákveðna tegund drykkja, reykja ákveðna tegund vindla og eiga ákveðna tegund gæludýra. Enginn þeirra á sama gæludýr, drekkur sama drykkinn eða reykir sömu vindlana.

Aðrar staðreyndir:

1. Bretinn býr í rauða húsinu.
2. Svíinn á hunda.
3. Daninn drekkur te.
4. Græna húsið er næst hvíta húsinu til vinstri.
5. Eigandi græna hússins drekkur kaffi.
6. Eigandinn sem reykir Pall Mall á fugla.
7. Eigandi gula hússins reykir Dunhill.
8. Eigandinn í húsinu í miðjunni drekkur mjólk.
9. Norðmaðurinn býr í fyrsta húsinu.
10. Eigandinn sem reykir Blends býr við hliðina á þeim sem á ketti.
11. Eigandinn sem á hesta býr við hliðina á þeim sem reykir Dunhill.
12. Eigandinn sem reykir Bluemasters drekkur bjór.
13. Þjóðverjinn reykir Prince.
14. Norðmaðurinn býr í við hliðina á bláa húsinu.
15. Eigandinn sem reykir Blends býr við hliðina á þeim sem drekkur vatn.Spurningin er: hver þeirra á fisk?Sagt er að aðeins 2% fólks geti leyst gátuna, ert þú ein/einn af þeim?Hér að neðan má síðan sjá lausnina á myndbandi:


Heimild: IFLScience