1-1024x683

Vísindaheimurinn er fullur af merkum konum og ákváðu samtökin L’Oréal-UNESCO for Women in Science að heiðra fjórar ungar konur í vísindum í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á dögunum. Konurnar fengu allar styrk til áframhaldandi rannsókna á sínu sviði. Hér að neðan má lesa stutta samantekt um konurnar fjórar sem allar eru frábærar fyrirmyndir fyrir upprennandi vísindakonur um allan heim.

Jodie Rummer starfar sem sjávarlíffræðingur við James Cook háskóla og ARC Centre of Excellence for Coral Reef Studies í Ástralíu. Rannsóknir Rummer eru eins og er á laxi, makríl og nokkrum tegundum hákarla en tilgangur þeirra er að skilja hvernig hákarlar öðluðust svo sterka stöðu í höfum heimsins. Með þessu vill Rummer spá fyrir um það hvernig hákarlar og aðrir fiskar munu takast á við breytingarnar sem eru að eiga sér stað í hafinu vegna hlýnunar jarðar.

Muireann Irish er taugafræðingur við Neuroscience Research Australia og University of New South Wales. Henni hefur tekist að staðsetja svæði í heilanum sem gegna lykilhlutverki í því hvernig við sjáum fyrir okkur framtíðina. Eins og er er Irish að rannsaka hvernig þessi svæði tengjast vitglöpum en henni hefur nú þegar tekist að sýna fram á að þeir sem þjást af alvarlegum vitglöpum eiga ekki bara erfitt með að muna það sem gerðist í fortíðinni heldur eiga þeir einnig erfitt með að sjá fyrir sér framtíðina.

Shari Breen er stjörnufræðingur hjá CSIRO í Sydney og stundar rannsóknir á því hvernig stjörnur fæðast og deyja. Markmið Breen er að rekja þróun stjarna til þess að búa til tímalínu yfir það hvernig frumefnin sem mynduðu að lokum lífverur urðu til í alheiminum.

Christina Riesselman er jarðfræðingur við University of Otago í Dunedin í Nýja-Sjálandi. Hún hyggst spá fyrir um framtíð plánetunnar með því að skoða gömul jarðlög. Riesselman stundar nú rannsóknir á jarðlögum sem tekin voru hundruðir metra undir sjávarmáli til þess að skilja hvaða áhrif hátt hitastig og hærra yfirborð sjávar hafði í fortíðinni. Með því að auka skilning þessu sviðið vonast Riesselman til þess að hægt sé að spá fyrir um hvaða áhrif hlýnun jarðar muni hafa á Jörðina á komandi árum.

Heimild: ScienceAlert