Headphones-s

Samkvæmt fréttatilkynningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eru yfir 1.1 billjón manns á aldrinum 12-35 ára í áhættuhópi fyrir heyrnarskaða. Ungt fólk er í sérstakri áhættu þar sem að það hlustar mikið á hátt stillta tónlist í þráðlausum tónlistartækjum auk þess sem hópurinn er líklegri til að stunda tónleika og skemmtistaði.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælir með því að hámarks hávaði á vinnustöðum sé 85 dB í 8 klukkustundir á dag í það mesta. Starfsfólk skemmtistaða og bara er í sérstökum áhættuhópi og ætti, samkvæmt fréttatilkynningunni, að takmarka tímann sem það eyðir í hávaðanum. Sem dæmi má taka að ekki ætti að verja meira en 15 mínútum í 100 dB hávaða.

Mælst er til þess að ungt fólk hafi heyrnatól sín lágt stillt, noti eyrnatappa á háværum stöðum og takmarki tímann sem það notar hljómflutningstæki í eina klukkustund á dag.

Fréttatilkynninguna má lesa í heild sinni hér.