Mynd: Martina Vaculikova
Mynd: Martina Vaculikova

Internetið hefur marga kosti, ekki síst þann að sífellt auðveldara er að nálgast upplýsingar um allt milli himins og jarðar á örstuttum tíma. Bæði háskólar og fyrirtæki eru farin að bjóða upp á námskeið sem almenningur getur sótt endurgjaldslaust á netinu.

ScienceAlert tók saman lista yfir níu áhugaverð námskeið á vefsíðunni edX tengd vísindum og tækni. Sjá má námskeiðin hér að neðan og þá er bara að velja námskeið og skrá sig!

1. Introduction to Computer Science (Harvard University)

Kunnátta í tölvunarfræði verður sífellt eftirsóknarverðari. Í þessu námskeiði er farið yfir grunnatriði í tölvunarfræði og hentar það því vel þeim sem hafa enga reynslu af faginu. Meðal þess sem farið er yfir er C, PHP, JavaScript, SQL, CSS og HTML.

Hvenær? Hvenær sem er!

2. Astrophysics XSeries Program (Australian National University)

Hér er farið yfir stjarneðlisfræði frá grunni og til dæmis fjallað um nýjustu rannsóknir á svartholum, heimsmyndafræði og sprengistjörnum. Meðal þeirra sem kenna námskeiðið er Nóbelsverðlaunahafinn Brian Schmidt.
Hvenær? Hvenær sem er!


3. Food for Thought (McGill University)

Það getur oft reynst erfitt að átta sig á því hvað er satt og rétt í þeim fjölda frétta sem fjalla um mataræði. Á námskeiðinu er farið yfir þau atriði sem þarf að skilja til að geta tekið meðvitaðri ákvarðanir um mataræði.

Hvenær? Næsta námskeið hefst 7. október.

4. Climate Change: The Science (The Universtiry of British Columbia)

Eins og nafnið gefur til kynna fjallar námskeiðið um vísindin á bakvið loftslagsbreytingar jarðar. Einnig er er fjallað um það hvað við getum gert til að tækla vandann og er námskeiðið því kjörið fyrir þá sem vilja leggja sitt af mörkum.

Hvenær? Næsta námskeið hefst 14. október.

5. Super-Earths and Life (Havard University)

Hversu raunhæft er að við munum nokkurntíman finna líf á öðrum hnöttum? Á námskeiðinu farið yfir það hvernig leitin að lífi á öðrum hnöttum gengur fyrir sig, hvar á að leita að því og hvernig það kviknaði.

Hvenær? Næsta námskeið hefst 13. október.


6. Computing: Art, Magic, Science (ETH Zurich)

Á námskeiðinu er farið yfir það hvernig list, vísindi og jah, töfrar vinna saman til þess að búa til forrit til að leysa ýmis vandamál.

Hvenær? Næsta námskeið hefst 22. september.

7. Human Origins (Arizon State University)
Fornleifafræðingar gera sífellt fleiri uppgötvanir sem færa okkur nær því að skilja uppruna manna og er þetta námskeið kjörið fyrir þá vilja skilja betur hvaðan mannkynið kom.
Hvenær? Næsta námskeið hefst 14. október.


8. Developing International Software (Microsoft)

Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa einhvern grunn í forritun en vilja læra meira. Á námskeiðinu kennir Microsoft hvernig hægt er að þróa hugbúnað fyrir ákveðinn markað og aðlaga það síðan að alþjóðavettvangi.

Hvenær? Hvenær sem er! 


9. The Science of Everyday Thinking (The University of Queensland)

Ef þú vilt vita hvaða liggur að bakið því af hverju við hugsum eins og við gerum og hvernig væntingar okkar, skoðanir og dómgreind verða til er þetta námskeiðið fyrir þig! 

Hvenær? Hvenær sem er!