shutterstock_67639567

Hegðun fólks varðandi barneignir hafa tekið stakkaskiptum á síðastliðnum árum. Fólk eignast börn seinna á lífsleiðinni en áður og eignast að meðaltali færri börn. Mikil og erfið vinna ásamt háum blóðþrýstingi og lyfjanotkun eru með helstu áhættuþátta karlmanna fyrir ófrjósemi.

Rannsókn sem unnin var við National Institute of Health í Bandaríkjunum tekur saman hvaða þættir hafa helst áhrif á frjósemi karla. En um það bil 15% para í Bandaríkjunum sem hyggja á barneignir hefur ekki tekist að eignast barn innan árs frá því getnaðarvörnum er sleppt.

Fylgst var með 500 pörum frá Michigan og Texas yfir árstímabil. Öll voru pörin að reyna að eignast barn. Pörin voru látin svara spurningalista um heilsu, lífsstíl og heimilis eða vinnu aðstæður. Karlarnir voru svo einnig beðnir um að gefa sæðissýni en með því var frjósemi þeirra metin, útfrá fjölda, útliti og hreyfigetu sæðisfrumnanna.

Rúmlega tvöfalt fleiri karlmenn sem glímdu við ófrjósemi unnu erfiðisvinnu samanborið við vinnu sem ekki telst erfiðisvinna. Hlutfallið jókst úr 6% uppí 13%. Mikill hiti eða mikil seta við vinnu hafði enga marktæka tengingu við ófrjósemi. Hár blóðþrýsingur sýndi einnig jákvæða fylgni við ófrjósemi en hlutfallið hækkaði þar úr 17% í 21%. Að auki virtist lyfjanotkun leiða til aukinnar ófrjósemi en sú áhætta jókst úr 7% í 15%.

Þættir eins og hár blóðþrýstingur og aukin lyfjanotkun verða algengari eftir því sem fólk eldist og þar sem fólk eignast börn að meðaltali seinna á lífsleiðinni en áður erum við farin að horfa á áhættuþætti varðandi ófrjósemi sem áður fyrr áttu ekki við.

National Institute of Health birti fréttatilkynningu um rannsóknina sem hægt er að nálgast hér.