Mynd: SPL/BBC
Mynd: SPL/BBC

Vegna nýlegra frétta um fjölgun mislingatilfella og nú einnig tilfella sem hafa dregið börn til dauða er mikilvægt að rifja upp hversu mikilvægar bólusetningar eru.

Uppá síðkastið hafa hreyfingar sem tala gegn bólusetningum náð til fjölda fólks sem hefur orsakað þá stöðu sem margar þjóðir eru nú í, að hjarðónæmi gegn þessum hættulegu en yfirleitt sjaldgæfu sjúkdómum, er á undanhaldi. Þegar hjarðónæmið er ekki lengur til staðar þá hætta þessir sjúkdómar að vera sjaldgæfir en hægt er að lesa um það í einum af fróðleiksmolum Hvatans.

Í myndbandi Scishow hér að neðan eru mjög greinagóðar útskýringar á því hvers vegna fjöldi þeirra sem trúa að bólusetningar eru slæmar hefur aukist svo. Þessi mannlega hegðun sem fjallað er um í myndbandinu er svo sannarlega ekki bundin við skoðanir fólks á bólusetningum, þetta getur átt við nánast allt, við höfum því öll gott af því að horfa á þetta myndband og jafnvel líka í eigin barm.