International_Space_Station_after_undocking_of_STS-132

Marga hefur dreymt um að fara útí geim, enda er það ábyggilega mikið ævintýri að skoða heiminn frá allt öðru sjónarhorni. Það er hins vegar margt sem breytist við að fara í geiminn, það helsta er að þar er ekki þyngdarafl jarðar til að toga í mann. Þyngdaraflið veldur því til dæmis að við getum labbað um, að kjólar lafa niður (svona á flestum stöðum öðrum en Íslandi þar sem rokið vinnur gegn því) að vatn rennur niður úr vaskinum og svo margt sem okkur finnst bæði einfalt og sjálfsagt.

Þess vegna getur geimfari til dæmis ekki gengið um geimskipið, hann eða hún svífur meira um en labbar. En hvernig gengur þá að fara á klósettið í geimnum? Jú við treystum líka á þyngdaraflið við klósettferðir, eins og þið gerið ykkur líklega í hugarlund. Hún Samantha Cristoforetti sem er ítalskur geimfari, segir okkur betur frá þeirri tækni sem þarf til að pissa í geimnum og hvað verður svo um úrganginn, í myndbandinu hér að neðan.