300

Vísindamenn segja almenningi allskonar hluti sem þeir segja vera staðreyndir, til dæmis að bóluefni virki og að hlýnun jarðar sé af manna völdum. En af hverju ætti almenningur, sem oft hefur ekki forsendur til að skilja flóknar vísindagreinar, að trúa vísindamönnum?

Naomi Oreskes, sagnfræðingur sem er sérhæfður í sögu vísinda, fer í TED fyrirlestrinum hér að neðan yfir það af hverju við ættum að trúa vísindamönnum að hennar mati. Við mælum með fyrirlestrinum fyrir alla vísindaáhugamenn sem og þá sem efast um ágæti vísindanna.