Í umræðunni um loftslagsbreytingar er neysla dýraafurða gjarnan nefnd. Rannsóknir hafa sýnt fram á kolefnisfótspor framleiðslu á kjöti og öðrum dýraafurðum er afar stórt.

Ef horft er framhjá umhverfisáhrifum eru þær aðstæður sem dýr eru alin við gjarnan afar slæm svo margir spyrja sig hvort það sé siðferðislega réttlætanlegt að leggja dýraafurðir sér til munns.

Í myndbandinu hér að neðan er farið yfir flest það sem við kemur kjöti og öðrum dýraafurðum á myndrænan hátt.