OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Gerivörtur kvenna hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu vegna #freethenipple og eru þær, eins og staðan er í dag, litnar öðrum augum en geirvörtur karla. En af hverju eru karlmenn með geirvörtur yfir höfuð?

Svarið liggur í fósturþroskanum. Til að byrja með þroskast fóstur beggja kynja á nákvæmlega sama hátt en svo vill til að myndun mjólkurkirtla og vefja hefst snemma í fósturþroskanum, áður en kynbundin ferli hefjast. Í kringum fjórðu viku meðgöngu eru kynin enn eins þroskalega séð en það er einmitt um það leiti sem kynkirtlar koma í ljós og halda þeir áfram að þroskast á næstu vikum á eftir. Á áttundu viku verður hins vega breyting á og karlkyns fóstur byrja að seyta efnum sem koma í veg fyrir þroskun á kvenkyns einkennum. Við það byrja kynbundnir eiginleikar að koma fram hjá báðum kynjum.

Það að karlmenn hafi geirvörtur hefur vissulega engan tilgang þróunarfræðilega séð en geirvörturnar hafa heldur ekki neikvæð áhrif á lifun svo í þróuninni hefur ekki verið valið gegn geirvörtum karla.

Heimild: IFL Science