Mynd: Charlotte Observer
Mynd: Charlotte Observer

Ólympíuleikarnir hófust fyrir tæpri vikur síðan og sitja margir límdir við sjónvarpsskjáinn og fylgjast með hinum ýmsu keppnisgreinum leikanna. Eflaust hefur það vakið athygli einhverra að furðu margir keppendur eru þaktir einhverskonar rauðum hringjum á húð sinni.

Meðal þeirra að sundkappinn Michael Phelps sem hefur ósjaldan unnið til verðlauna á leikunum og hafa notendur á Twitter til að mynda grínast með að hann kunni að hafa sofnað á verðlaunapeningum sínu. Þó það kunni að hafa svipuð áhrif er það ekki það sem gerðist heldur er hér um að ræða tækni sem kallast sogskálameðferð, eða „cupping“.

Hvað er sogskálameðferð?

Sogskálameðferð er nokkuð einföld í framkvæmd en hún fer þannig fram að hitaðir glerbollar eru lagðir yfir húðina. Við þetta myndast sogkraftur sem eykur blóðflæði til húðarinna. Eftir sitja síða rauðir hringla dílar sem eru í raun aðeins mar sem myndast þegar litlar æðar undir húðinni springa við sogkraftinn.

Mynd: Jutamas/Shutterstock
Mynd: Jutamas/Shutterstock

Talsmenn meðferðarinna segja að meðal annars að hún minnki sársauka eftir erfiðar æfinga og að hún virki vel sem afeitrunarmeðferð. Það eru ekki aðeins íþróttamenn sem hafa nýtt sér meðferðina en aðdáendur hennar er meðal annars stjörnur á borð við Jennifer Aniston og Gwyneth Paltrow.

Virkar meðferðin?

Þrátt fyrir að meðferðin eigi sér marga aðdáendur eru enn sem komið engar rannsóknir sem hafa sýnt fram á virkni hennar með afgerandi hætti. Vísindamenn hafa sumir verið sérstaklega harðorðir í garð meðferðarinnar og meðal annars kallað hana hlægilega.

Nokkrar rannsóknir hafa þó kannað það hvort meðferðin virki. Meðal þeirra er rannsókn sem birt var í PLos One árið 2012 sem kannaði 135 prófanir á meðferðinni á árunum 1992-2010. Niðurstöður rannsóknarhópsins voru þær að meðferðin hefur hugsanlega áhrif á meðhöndlun ristils (herpes zoster) og nokkra aðra sjúkdóma en benti á að frekar rannsókna væri þörf til að sýna fram á að virkni meðferðarinnar.

Líklegt þykir að áhrif meðferðarinnar séu fremur sálræn og ekki ólíklegt að hér sé um að ræða lyfleysuáhrif sem eru vel þekkt.