Þó við höfum lengi skilgreint kyn fólks út frá því hvort einstaklingur beri tvo X litninga eða einn X litning og einn Y litning eru til einstaklingar sem passa ekki í það mót. Þessir einstaklingar eru sagðir vera trans og samsvara sér ekki með því kyni sem þeim var úthlutað við fæðingu.

Vísindamenn vinna enn að því að skilja af hverju sumir einstaklingar eru trans en vinna þeirra hefur þegar skilað sér í auknum skilningi. Í myndbandinu hér að neðan er farið yfir hvað það er að vera trans og hvað við vitum um það hvaða líffræðilegu ástæður liggja að baki.

Frekari rannsóknir á þessu sviði munu vonandi hjálpa til við að draga úr fordómum gagnvart trans fólki sem mætir enn fordómum í samfélaginu.