Myopia1

Nærsýni er vaxandi vandamál í heiminum og er nær helmingur ungs fólks í Evrópu og Bandaríkjunum nærsýnn. Hópur vísindamanna telur sig hafa fundið ástæðu þess, samkvæmt grein sem birtist í Nature.

Nærsýni kemur til vegna þess að augað er örlítið ílangt sem veldur því að augasteinning beinir ljósi frá hlutum sem eru langt í burtu rétt fyrir framan sjónhimnuna en ekki beint á hana eins og eðlilegt er. Algengast er að nærsýni komi fram í barnæsku eða á unglingsárum, enda er það sá tími sem augað vex.

Lengi vel hefur því verið haldið fram að nærsýni sé að mestu leiti komin til vegna erfða en þær segja ekki alla söguna. Í fyrstu töldu vísindamenn að vandamálið hlyti að liggja í bókalestri og á síðust áratugum aukinni tölvu og snjallasímanotkun. Vísindin studdu þó ekki þá tilgátu og hafa því margir velt því fyrir sér hvaða umhverfisþáttur geti legið að baki.

Árið 2007 rannsökuðu Donald Mutti og samstarfsmenn hans við Ohio State University College of Optemetry hvernig börn eyddu tímanum sínum, sérstaklega með tilliti til íþrótta og útiveru. Í ljós kom að eini umhverfisþátturinn sem var sterklega tengdur við nærsýni var útivera. Annar rannsóknarhópur í Ástralíu komst síðan að sömu niðurstöðu ári síðar þegar þau skoðuðu fleiri en 4.000 börn í Sydney í þrjú ár: þau börn sem eyddu litlum tíma úti voru líklegri til að verða nærsýn.

Í báðum rannsóknum skipti ekki máli hvað börnin gerðu utandyra, eingöngu sá tími sem þau eyddu þar. Ekki skipti heldur máli hversu miklum tíma þau eyddu fyrir framan tölvur eða við lestur bóka þann tíma sem þau voru innandyra. Talið er að sá þáttur í útiverunni sem skiptir máli í þessu samhengi sé ljósið og er tilgátan er sú að ljós örvi losun dópamíns í sjónhimnunni og komi í veg fyrir það að augað verði ílangt þegar það vex.

Sumir vísindamenn eru enn efins og telja að frekari rannsókna sé þörf en ef tilgátan reynist rétt vakna upp spurningar um það hvort íslensks börn séu ekki í fremur vonlausri stöðu sökum lítils sólarljóss á vetunar?