cousin it

Öll erum við með líkamshár þó svo að hárvöxturinn sé vissulega mismikill. En til hvers eru öll þessi hár? Hárin kunna í fyrstu að virðast tilgangslaus en þegar nánar er að gáð kemur í ljós að þau eru ekki þarna að ástæðulausu.

Í myndbandinu hér að neðan úr YouTube þáttaröðinni How did we get here? er einmitt farið yfir nokkrar áhugaverðar staðreyndir um hárvöxt manna og sagt frá því hvaða tilgangi hárin þjóna. Þáttaröðin er framleidd af University of New South Wales í Ástralíu og má sjá fleiri áhugaverð myndbönd frá þeim hér.