tears

Öll grátum við, stundum þegar við erum glöð, stundum þegar við erum leið og jafnvel við það eitt að skera lauk. En af hverju grátum við, þjóna tárin einhverjum tilgangi?

Í myndbandinu hér að neðan útskýrir Alex Gendler frá TEDed ástæðurnar að baki tárunum og muninn á táragerðunum þremur.

Augun okkar mynda sífellt lítil tár. Þessi tár nefnast grunntár og eru nauðsynleg til að halda augunum okkar rökum og verja þau fyrir sýklum og öðrum skaða.

Þegar við skerum lauk er um aðra gerð tára að ræða. Súlfínsýran í lauknum myndar efni sem nefnist syn-propanethial-S-oxíð sem ertir augun og verður til þess að tár fara að myndast til að verja þau. Tár sem þessi nefnast viðbragðstár og er ætlað að skola burt skaðlegum efnum eða aðskotahlutum. Þessi tár eru ólík grunntárum að því leiti að þau eru losuð í mun meiri mæli og innihalda mótefni til að stöðva örverur.

Tilfinningatár eru síðasta gerð tára. Við grátum tilfinningatárum þegar við erum annað hvort mjög glöð eða mjög leið. Þessi tár hafa tilgang líkt og hinar tvær gerðirnar og er hann að koma stöðugleika á lund okkar eins fljótt og hægt er ásamt öðrum líkamlegum viðbrögðum svo sem aukinni hjartsláttartíðni og hægari öndun.