o-YOUNG-ADULT-STRESSED-facebook

Líkamsmiðuð árátta er hegðun sem beinist að eigin líkama, til dæmis má nefna húðkroppun og hárplokkunaráráttu. Hegðunin getur valdið vanlíðan í þeim sem framkvæma hana en hún virðist einnig fullnægja hvöt.

Nýlega var birt rannsókn í tímaritinu Journal of Behaviour Therapy and Experimental Psychiatry þar sem ljósi er varpað á það hverjir eru í áhættuhópi fyrir slíkri áráttuhegðun. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að einstaklingum sem leiðist eða verða pirraðir auðveldlega og einstaklingar sem eru óþolinmóðir eru líklegri en aðrir til að þróa með sér líkamsmiðaða áráttuhegðun.

Samkvæmt Kieron O’Connor, einum höfundi greinarinnar, telur hópurinn að einstaklingar með líkamsmiðaða áráttuhegðun séu oft með fullkomnunaráráttu og eiga erfitt með að slaka á og framkvæma verkefni á venjulegum hraða. Þeir verða því auðveldlega pirraðir og óþolinmóðir þegar þeim tekst ekki að ná markmiðum sínum auk þess sem þeim leiðist að jafnaði frekar en öðrum.

Rannsóknin skoðaði 47 einstaklinga, 24 með líkamsmiðaða áráttu og 23 sem ekki þjáðust af áráttuhegðun. Þáttakendur rannsóknarinnar voru settir í mismunandi aðstæður sem kölluðu fram streitu, slökun, pirring og leiða. Streita og slökun voru framkölluð með því að láta þáttakendur horfa á myndband af flugslysi annars vegar og öldum á strönd hins vegar. Til þess að framkalla pirring voru þáttakendur beðnir um að leysa verkefni sem þeim var sagt að væri auðvelt en var það alls ekki. Að lokum var þáttakendum látið leiðast með því að skilja þá eftir eina í herbergi í sex mínútur.

Í ljós kom að þeir þáttakendur með líkamstengda áráttuhegðun greindu frá meiri þörf til að framkvæma hegðunina við aðstæður þegar þeim leiddist eða voru pirraðir en samanburðarhópurinn. Þörfin jókst ekki við slakandi aðstæður.

Niðurstöðurnar gætu aðstoðað menn í leit að meðferð við líkamstengdri áráttuhegðun og gefa til kynna að meðferð sem hönnuð er til að minnka pirring og leiða gæti hjálpað.

Greinina er hægt að nálgast hér.