red

Þynnka er afar hvimleiður fylgifiskur áfengisdrykkju en hópur vísindamanna við háksólann í Illinois gæti hafa leyst þann vanda fyrir fullt og allt. Rannsóknarhópurinn hefur hannað nýja gerð af gersvepp sem eykur gæði víns en auk þess minnkar það þá eiginleika víns sem valda timburmönnum.

Teymið uppgötvaði það sem þeir kalla „erfðamengja hníf“ (genome slicing technique) sem gerir þeim kleyft að fjarlægja óæskileg eintök gena í erfaefninu. Með því að nota ensím sem kallast RNA-stýrður Cas9 geta þeir mótað erfðaefni gersveppsins Saccharomyces cerevisiae, sem er mikið notaður við gerjun ýmissa áfengra drykkja.

Með þessari nýju aðferð segist hópurinn geta aukið magn resveratról í víni tífalt eða jafnvel meira. Resveratról finnst í húð vínberja og annarra berja og hefur verið tengt við ýmsa heilsuávinninga. Auk þess að geta aukið mag resveratróls býður tæknin upp á marga aðra möguleika og má þar til dæmis nefna að hægt væri að klóna ensímið sem spilar lykilhlutverk í malólaktískri gerjun. Þessi aðferð myndi búa til mýkra vín en auk þess myndi hægjast á framleiðslu skaðlegra aukaefna sem spila hlutverk í þynnku.

Hægt er að lesa nánar um tæknina í fréttatilkynningu rannsóknarhópsins og greininni sjálfri.