Mynd: Adam Lubin
Mynd: Adam Lubin

Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þann 20. desember árið 1990 opnaði fyrsta vefsíða internetsins. Það þýðir að þann 20. desember síðastliðinn átti vefsíðan 25 ára afmæli.

Vefsíðan var og er hýst hjá CERN, rannsóknarstofnunar í Sviss. Heiðurinn af vefsíðunni á vísindamaður hjá CERN að nafni Tim Berners-Lee og á síðunni má sjá leiðbeiningar til notenda internetsins, en titill síðunnar er einmitt World Wide Web það sem www skammstöfunin stendur fyrir. Síðan var fyrst um sinn aðeins aðgengileg innanhúss en í ágúst 1991 varð tölvan eða serverinn aðgengilegur öllum heiminum með internet tengingu.

Síðan þessi vefsíða opnaði hefur heilmikið vatn runnið til sjávar, eins og sjá má á á vefsíðunni var ekki mikið um gagnvirk viðmót á þessum tíma og skýringar voru allar á textaformi fremur en myndrænar. Í dag eru til meira en fjórir milljarðar vefsíða á internetinu og heilmiklar framfarir hafa átt sér stað samhliða fjölgun vefsíðanna.

Það verður gaman að sjá hvar internetið verður statt á fimmtugsafmæli vefsíðunnar, árið 2030.

Heimild: ScienceAlert