comp-david-cameron-eu-uk

Niðurstaða Brexit kosninganna á Bretlandi hefur varla farið framhjá nokkrum manni og hafa margir áhyggjur af því sem koma skal. Meðal þeirra eru vísindamenn í Bretlandi sem margir telja að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu gæti haft afrdifaríkar afleiðingar fyrir vísindasamfélagið í landinu.

Meðal þeirra sem hafa sagt skoðun sína á málinu er Paul Nurse, Nóbelsverðlaunahafi og forstjóri Francis Crick Institute í London. Í viðtali við fjölmiðla sagði Nurse “Þetta er slæm niðurstaða fyrir bresk vísindi og er þannig slæmt fyrir Bretland. Breskir vísindamenn munu þurfa að vinnahörðum höndum í framtíðinni til að vinna gegn einangrunarstefnu Brexit ef vísindi okkar eiga að dafna áfram”.

Brexit gæti haft áhrif á vísindasamfélagði á nokkra vegu. Til dæmis skapast vandamál hvað varða stöðu breskra námsmanna annars staðar í Evrópu með útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Hingað til hefur ekki þurft sérstakar áritanir til að stunda nám í öðrum Evrópusambandslöndum og gæti þessi þáttur því haft mikil áhrif á núverandi námsmenn sem og námsmenn framtíðarinnar.

Annað stórt áhyggjuefni snýr að styrkveitingum fyrir rannsóknir. Í dag fá háskólar í Bretlandi um 16% styrkja og 15% starfsfólks frá Evrópusambandinu. Ef þetta breytist er ljóst að mikil vandræði geta skapast fyrir vísindasamfélagið, ekki síst ef flæði fólks til og frá Bretlandi verður takmarkar.

Vísindamenn hafa einnig áhyggjur af því að með því að ganga úr sambandinu missi Bretland aðgang sinn að hinum ýmsu rannsóknarverkefnum sambandsins. Eins og staðan er í dag á Bretland þátt í fjölmörgum sameiginlegum verkefnum í Evrópusambandinu og hýsir fleiri styrkþega Evrópska rannsóknaráðsins en nokkuð annað Evrópusambandsland.

Greining sem gerð var af Digital Science áður en Brexit fór fram áætlaði að Bretland gæti tapað 1 billjóni punda í styrkveitingum í þágu vísindanna, ef ekki væri tekin ákvörðun um það hjá yfirvöldum að bæta upp hallann sem fylgir því að ganga úr Evrópusambandinu. Það er því ekki að undra að vísindamenn hafi lýst yfir áhyggjum sínum og kallað eftir viðbrögðum.

Vísindaráðherra Bretlands, Jo Johnson, hefur brugðist við áhyggjunum á Twitter með tveimur einföldum setningum: “Stór ákvörðun. Látum það ganga upp.”

Hér að neðan má sjá hvernig nokrrir vísindamenn lýstu áhyggjum sínum á Twitter: