screen-shot-2017-03-07-at-22-25-42

Það að ganga með barn hefur í för með sér miklar breytingar á líkama kvenna. Kviðurinn blæs út, brjóstin stækka og innri líffæri færast til til þess að skapa pláss fyrir sístækkandi fóstrið.

Museum of Science and Industry í Chicago birti myndband á YouTube sem sýnir hvernig líffæri móðurinnar færast til á meðan á meðgöngu stendur sem má sjá hér að neðan. Á vefsíðu safnsins er síðan hægt að eiga við þetta stórskemmtilega myndband og flakka á milli mismunandi stig meðgöngunnar.