Mynd: Wireless Revolution
Mynd: Wireless Revolution

Margir hafa velt fyrir sér hvaða áhrif símanotkun getur haft á heilsu fólks. Nú er samfélagið svo búið að langstærstur hluti þess á svo kallaðan snjallsíma. Mest hafa áhyggjur fólks beinst að því hvaða áhrif símabylgjurnar geti haft á viðkvæm líffæri okka á borð við heilann, en þó enn sem komið er hafi ekki tekist að færa sönnur á skaðsemi þeirra þá er annað sem símarnir gera það er að þeir hafa áhrif á líkamsstöðu okkar.

Samantekt á áhrifum símanna á líkamsstöðu okkar var birt í New York Times á dögunum en þar eru listaðar upp tvær rannsóknir sem sína líka hvaða áhrif þessi líkamsstaða hefur á andlega líðan okkar, hægt er að nálgast umræddar rannsóknir hér og hér.

Í stuttu máli eru símarnir pínulitlir skjáir sem við höldum yfirleitt á með hendurnar í hvíldarstöðu. Það þýðir að skjárinn sem við erum að rýna á er ekki sérlega nálægt okkur og oft þurfum við að teygja hálsinn niður að símanum til að sjá hvað fer þar fram. Þessi staða er ekki einungis aukaálag á hálsinn, sem leiðir til þess að við fáum frekar vöðvabólgu og hálsríg heldur getur líkamsstaðan haft áhrif á tilfinningar okkar og virkni minnisins.

Að sitja eða standa svona hokinn getur samkvæmt rannsóknunum sem vísað er til hér að framan leitt til þess að við verðum leið, munum síður eftir því hvað er að gerast og athygli okkar minnkar. Það má því segja að litla tækið sem við erum með í vasanum alla daga til að auðvelda okkur lífið og auka framleiðni okkar gæti mögulega verið að gera hið gagnstæða.