maxresdefault

Það eru ekki allar vísindarannsóknir jafn alvarlegar. Jessical Gall Myrck aðstoðarprófessor við Indiana University Bloomington sýndi heldur betur fram á það þegar hún ákvað að rannsaka hvaða áhrif það hefur á líðan fólks að horfa á mynbönd af köttum.

Myrck lagði spurningakönnun fyrir yfir 6.500 manns til að komast að því hvort það að hafi jákvæð áhrifa á lund fólks að horfa á kattamyndbönd. Rannsóknin var ekki gerð í þeim tilgangi til að skemmta rannsóknarhópnum en að sögn Myrck eru kattamyndbönd stór þáttur í því hvernig fólk notfærir sér internetið. Til þess að skilja betur áhrif internetsins á líf okkar sé mikilvægt að skilja hvaða áhrif slík myndbönd hafa.

Margir horfa á kattamyndbönd til að fresta verkefnum, til dæmis í vinnunni, og eru þau því oft tengd sektarkennd. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu þó til þess að ánægjan sem fylgir áhorfinu geti í mörgum tilfellum vegið þyngra en sektarkenndin sem vill fylgja frestunaráráttu. Auk þess bentu niðurstöðurnar til þess að jákvæð áhrif á líðan við að horfa á mynböndin gæti hjálpað fólki að takast á við verkefni eftir áhorfið.

Til að staðfesta þessar niðurstöður er frekari rannsókna þörf en úrtakið endurspeglaði ekki notendahóp internetsins nógu vel. Mikill meirihluti þátttakenda var kvenkyns (88,4%) svo ekki er víst að kattamyndbönd hafi sömu áhrif á karla og konur. Það eru því enn sem komið er eingöngu konur sem geta vísað í rannsóknina ef yfirmaðurinn stendur þær að því að liggja yfir Youtube á vinnutíma.

Hér að neðan eru síðan nokkur skemmtileg kattamyndbönd til að gera mánudaginn bærilegri:

Tengdar fréttir:

Nýtt app sýnir að kettir eru hræðilegir ljósmyndarar
Matvönd gæludýr
Tónlist fyrir ketti