Mynd: Samtime
Mynd: Samtime

Leikurinn Pokémon Go hefur vart farið framhjá nokkrum manni enda eru vinsældir hans lyginni líkastar. Facebook síðan Lovin Dublin hefur nú tekið æðið skrefinu lengra með því að útbúa myndband þar sem David Attenborough talar inn á leikinn.

Því miður er það ekki raunverulega David Attenborough sem ljáir leiknum rödd sína heldur hefur ónefndur aðili tekið að sé að klippa rödd hans inn á leikinn. Útkoman er engu að síður stórskemmtileg og hafa yfir þrjár milljónir Facebook notenda horft þá það og hátt í 21.000 deilt því.