Tækninni fleygir sífellt fram og samkvæmt frétt ScienceAlert er búið að þróa augnskanna sem virkar í allt að 12 metra fjarlægð. Augnskanninn var þróaður af rannsóknarhópi við Carnegie Mellon University í Bandaríkjunum og virkar svo vel að hann getur jafnvel þekkt bílstjóra í bíl sínum.

Þessi uppfinning kemur sér ekki vel fyrir þá sem eru gjarnir á að reyna að svindla á kerfinu en í framtíðinni gætu skannar af þessari gerð til dæmis verið notaðir í tollhliðum eða hraðamyndavélum. Rannsóknarhópurinn telur að augnskannarnir séu jákvæð þróun og að hægt sé að nýta þá til góðs en óneytanlega vakna spurningar um persónunjósnir og friðhelgi einkalífsins. Tæknin myndi þó óneitanlega nýtast vel til að stytta raðir á flugvöllum.