concretecracks

Bakteríur eru ótrúlegar lífverur sem finnast við allar ýktustu aðstæður jarðar, allt frá köldustu svæðum í þau allra heitustu. Meira að segja eru til bakteríur sem lifa við geislavirkar aðstæður, eitthvað sem við mannfólkið getum alls ekki ímyndað okkur að þola.

Bakteríur eru best þekktar sem sýklar en þær geta líka verið hagnýtar, sem dæmi getum við notað bakteríur sem nýta olíu sem orkugjafa, til að hreinsa upp eftir umhverfisslys á borð við olíuleka. Við getum einnig fengið bakteríur til að búa til eldsneyti eða önnur áhugaverð efni sem eru ómissandi í nútímanum.

Nú eru uppi hugmyndir um að enn einn hagnýtingarmöguleikann á þessari ótæmandi grein þróunartrésins, baktería sem fyllir uppí steypusprungur og verndar hana frá frekari skemmdum. Tveir hópar hafa unnið að því að staðla aðstæður fyrir bakteríur sem hægt er að koma fyrir í sprungum í steypu, annar hópurinn er í Hollandi en hinn í Bretlandi.

Verkefnin eru á vissan hátt ólík en markmiðið er það sama, að nota bakteríur sem geta byggt inní steypusprungum með kalk-útfellingum. Bakteríunum er þá komið fyrir í sprungunni ásamt æti sem þær geta nýtt. Í ætinu er kalk, bundið við einhvern orkugjafa og þegar bakteríurnar nýta fæðuna framleiða þær í leiðinni efni sem fyllir uppí sprunguna. Með þessu móti má spara heilmikið af sementi sem annars færi í viðgerðir og að auki gera steypuna endingabetri. Enn ein viðbótin við það hvernig bakteríur geta bætt líf okkar mannfólksins.