Snud_sig

Áhrif reykinga á fóstur og börn eru vel þekkt og þau eru ekki jákvæð. Börn sem í móðurkviði verða fyrir miklum áhrifum af reykingum eru í meiri hættu á að þróa með sér sykursýki og hjartasjúkdóma, svo dæmi séu tekin. Ný rannsókn sem unnin var við háskólana í Edinborg og Glasgow leiðir í ljós að þessi áhrif orsakast bæði af reykingum móður sem og óbeinum reykingum sem móðirin verður fyrir á meðgöngu.

Í rannsókninni eru fæðingar í Englandi skoðaðar á árunum 1995-2011, en á þeim tíma fæddust rúmlega 10 milljón barna í ríkinu. Þegar fæðingar látinna barna voru skoðaðar sem og dauði barna stuttu eftir fæðingu hafði tíðni beggja lækkað um 8% frá því reykingar voru bannaðar á almenningsstöðum í Englandi.

Fyrri rannsóknir hafa sýnt að reykingabann hefur minnkað tíðni astmatilfella og annarra kvilla tengdum öndunarvegi barna í Englandi. Að auki hefur fæðingum fyrirbura fækkað eftir að reykingabannið tók gildi. Með þessum rannsóknum sem að ofan eru taldar sannast það að reykingar eru ekki einkamál þeirra sem þær stunda. Óbeinar reykingar geta líka haft afleiðingar á þá sem fyrir þeim verða og börn eða fóstur eru þar sérstaklega viðkvæm fyrir.