21C_1024

Foreldrar kannast við það hvimleiða vandamál að börn vaxa upp úr fötum nánast um leið og þau eru keypt. Það vandamál gæti þó verið úr sögunni, allavega hvað skóbúnað varðar. The Shoe That Grows er ný gerð af skóm sem hægt er að stækka eftir því sem fætur barna vaxa. Skórnir gætu verið sérstaklega mikilvægir í þrijða heiminum þar sem fjárhagur fjölskyldna leyfir þeim ekki að kaupa nýja skó á nokkurra mánað fresti.

Frumkvöðullinn Kenton Lee starfaði á heimili fyrir munaðarlaus börn í Nairobi í Kenya þar sem hann tók eftir því að fjölmörg börn gengu í of litlum skóm. Vegna þess hve hratt börn vaxa og hve margar fjölskyldur hafa lítið á milli handanna eru talið að um 3.000 milljónir barna um allan heim sé án skóbúnaðar. Lee ákvað að reyna að leysa þetta vandamál og varð The Shoe That Grows til í kjölfarið. Lee fékk skóhönnuðinn Gary Pitman til að aðstoða sig við hönnunina en Pitman hefur unnið með Nike og Adidas.

Skór sem þessir þurfa augljóslega að vera mjög endingagóðir og eru þeir því úr endingagóðu leðri, með þéttum gúmmísóla og málmsylgjum til að festa þá. Hægt er að stækka skóna á þremur mismunandi stöðum: framan á, á hliðinum og að aftan og ættu þeir að duga einu barni í um fimm ár.

Reynt er að stilla verði skónna í hóf en eitt par kostar 30$ eða 12$ ef 100 pör eru keypt saman. Nú þegar hafa um 2.500 börn fengið skó frá fyrirtækinu og standa vonir til um að framleiðsla á fleirum hefjist von bráðar.

Hér fyrir neðan má sjá myndband um skóna:

Heimild: Science Alert