Hundurinn hefur lengi verið kallaður besti vinur mannsins og ekki að ástæðulausu því hundar gefa okkur oft skilyrðislausa ást, hugga okkur þegar við erum leið og hjálpa eigiendum sínum í leitinni að mögulegum framtíðarmaka.

Hundategundir virðast vera óteljandi og eiginleikar þeirra eru að minnsta kosti jafn margir og tegundirnar eru margar. Hvaða tegund er til dæmis gáfuðust? Eru hundar í alvöru litblindir?

Þessum og mörgum fleiri spurningum er svarað í nýjasta myndbandi ASAPScience sem þið getið horft á hér að neðan.