bill-nye-science

Hinn vinsæli Bill Nye hefur fengið sinn eigin spjallþátt á Netflix og hefjast sýningar vorið 2017. Í þættinum, sem ber heitiði “Bill Nye Saves the World” eða Bill Nye bjargar heiminum, mun Nye fjalla um vísindin og hvaða áhrif þau hafa á stjórnmál, samfélagið og dægurmenningu, að því er kemur fram á vefsíðu Variety.

Nye birtist fyrst á sjónvarpsskjám á tíunda áratgunum í þættinum “Bill Nye the Science Guy” sem naut mikilla vinsælda. Þar kynnti hann ungmenni fyrir vísindum og verkfræði og hlaut þátturinn meðal annars 19 Emmy verðlaun.

Að sögn Nye hefur hann verið að reyna að breyta heiminum síðan Science Guy þættirnir hófust og vill hann gera það með því að vekja áhuga fólks á grunnhugmyndum vísindanna. Nye er að vonum spenntur yfir nýju þáttunum og segir að þeir munu fjalla um málefni á borð við bólusetningar, erfðabreytt matvæli og loftslagsbreytingar.