mercedes-benz-ces-2015-self-driving-car-f-015-concept

Bílstjóralaus bíll ók um götur San Francisco í síðustu viku, samkvæmt vefsíðunni Science Alert. Bíllinn, sem er hannaður af Mercedes-Benz, er fyrsti bíll sinnar tegundar sem hefur fengið leyfi til að keyra um götur Kaliforníu í tilraunaskyni. Bíllinn sem um ræðir kallast F015 Luxury In Motion og tekur fjóra í sæti, farþegar sitja andspænis hvorum öðrum og er hann því að einhverju leiti líkari stofu en bíl.

Það kemur ekki á óvart að Merecedes-Benz hefur útbúið bílinn vel og má nefna að í bílnum er LED lýsing, mjúkt leður og fáð ál og gler.

Áætlað er að fyrstu bílstjóralausu bílarnir komi á markað í kringum árið 2020. En hverju myndu bílstjóralausir bílar breyta? Samkvæmt sænskri rannsókn gætu þeir haft jákvæð áhrif á umferð og minnkað umferðaröngþveiti. Að því gefnu að fólk samnýti bílana gæti hver bílstjóralaus bíll komið í stað 14 hefðbundinna bíla og stytt ferðatíma um 15 mínútur. Ekki nóg með það heldur er áætlað að þörf fyrir bílastæði gæti minnkað um 80%, samkvæmt skýrslunni.

Sjá má kynningarmyndband Mercedes-Benz á bílnum hér að neðan: