1428959108-10-precious-beerw1200h630

Samkvæmt frétt Popsci telja Japanir að þeim hafi tekist að búa til bjór sem fegrar húðina. Japanir trúa því að inntaka á kollageni, prótein sem meðal annars að finna í húðinni, hafi góð áhrif á húð og sporni gegn öldrun hennar. Japanskar konur eru því margar hverjar duglegar að taka inn kollagen bætiefni á ýmsu formi í þeim tilgangi að hægja á öldrun.

Brugghúsið Suntory í Japan hefur nýtt sér æskuást Japana og bruggað bjór sem inniheldur tvö grömm af kollageni í hverri dós og 5% áfengismagn. Bjórinn kalla þeir Precious og er hann markaðsettur með kvenfólk í huga.

Í auglýsingu frá fyrirtækinu koma fyrirstætan Anne Nakamura og grínistinn Ken Watanbe fram og segir Watanabe að karlmenn geti séð hvort kona taki kollagen eða ekki:

Ekki eru þó allir sannfærðir um ágæti bjórsins, enda hafa rannsókni ekki staðfest að kollagen inntaka hafi áhrif á húðina. Næringafræðingurinn og rithöfundurinn Kuniko Takahashi, sem starfar við Gunma Háskóla í Japan, bendir til dæmis á að við fáum nóg af amínósýrum og dýrapróteinum úr fæðunni og að kollagen sé ekki betra en hvað annað prótein. Þetta mun þó líklega ekki stöðva Japanskar konur í leit af eilífri æsku og þykur mörgum örugglega kostur að geta sameinað áfengisdrykkju og kollagen inntöku.