18k1lpwd1xaqgjpg

Ólíkt því sem margir halda eru karlmenn ekki þeir einu um það að fá fullnægingu í svefni (eða dreyma blauta drauma eins og sagt er) og eru ýmsar rannsóknir sem sýna fram á það.

Fyrirbærið hefur verið rannsakað í rúmlega hálfa öld en árið 1953 kannaði Alfred Kinsey blauta drauma kvenna . Úr hópi 5.600 kvenna sögðu 37% að þær hefðu upplifað það að fá fullnægingu í svefni og flestar sögðu að það kæmi fyrir þrisvar til fjórum sinnum á ári. Minni rannsókn sem birt var í tímaritinu Journal of Sex reasearch leiddi sömu niðurstöðu í ljós árið 1986. Þar voru það 245 kvenkyns háskólanemar sem komu við sögu og sögðust 37% þeirra hafa upplifað það að fá fullnægingu í svefni.

Justin Lehmiller, sálfræðingur sem sérhæfir sig í kynlífi, segir að líklegt sé að margar konur geri sér ekki grein fyrir því að þær fái fullnægingu í svefni, enda séu ummerkin minni en hjá körlum. Lehmiller telur því að tölurnar gætu verið mun hærri en rannsóknir hafa sýnt.

Heimild: Diply