xplor-cane

Blindrastafir eru mikilvægt en einfalt tól fyrir blinda til að komast leiða sinna. Það gæti þó verið að blindrastafurinn verði enn gagnlegri í framtíðinni.

Nemendum við háskólann í Birmingham hefur tekist að útbúa blindrastaf sem getur þekkt andlit, samkvæmt fréttatilkynningu frá skólanum. Í stafnum er hugbúnaður sem getur þekkt andlit í allt að 10 metra fjarlægð.

Stafurinn, sem nemendurnir hafa nefnt Xplor, virkar þannig að hægt er að setja í hann SD kort með myndum af einstaklingnum sem eigandi stafsins þekkir. Þegar manneskja nálgast stafinn nemur myndavél á stafnum andlitið og ber það saman við þær myndir sem til eru á kortinu. Ef stafurinn þekkir andlitið titrar hann og lætur eigandann vita í gegnum heyrnatæki í eyranu.

Stafurinn er enn í þróun en ljóst er að slíkur stafur gæti nýst blindum vel og vonast hópurinn til að hann komst á markað sem fyrst.