34089_large_Blood_Transfusion_Wide

Blóðgjöf er ómissandi fyrir fjölmarga sjúklingar og er mikilvægt að almenningur gefi blóð sitt til að byrgðir blóðbanka séu nægilega miklar. Blóðgjafar vita þó ekki hvað verður um blóðið sem þeir gefa, nema í Svíðþjóð.

Til þess að reyna að auka fjölda blóðgjafa í Svíþjóð brugðu blóðbankar á það ráð að nota tæknina til að auka blóðgjafir. Nú fá blóðgjafar SMS skilaboð í hvert skipti sem blóð þeirra er gefið sjúklingi. SMSin má sjá á myndinni hér að neðan.

Framtakið hófst fyrir þremur árum síðan í Stokkhólmi. Það hefur reynst vel og hefur nú verið tekið upp um allt landið. Karolina Blom Wilberg sagði í samtali við The Independent að með þessu hafi sýnileiki blóbanka aukist til muna á samfélagsmiðlum og telur að nú sé líklegra að fólk komi aftur til að gefa blóð.