Mynd: NASA
Mynd: NASA

Fyrir okkur venjulega fólkið þá getur verið ansi erfitt að halda plöntum á lífi. Það þarf að sýna þeim sérstaka alúð sem stundum aðeins fáum útvöldum virðist vera í lófa lagt. Þið getið því ímyndað ykkur hversu mikla þolinmæði og alúð hefur þurft til að rækta plöntu sem blómstraði í geimnum.

Um helgina blómstraði blóm af tegundinni zinnia hjá geimförum NASA, en þau höfðu stefnt að því lengi að fá blómin til að blómstra. Blómið var ræktað á ISS (the International Space Station) sem er geimfar á vegum NASA sem er á sporbaug um jörðu. Þar eru aðstæður eins og gefur að skilja nokkuð fráburgðnar aðstæðum á jörðinni. Til að passa uppá plöntuna þurfti því að hafa stjórn á hitastigi, rakastigi, koldíoxíðmagni og birtustigi allan sólarhringinn. Nú loks hefur erfiðið skilað tilsettum árangri þó nokkrar plöntur hafi látið lífið í ferlinu.

Þessi tilraun sýnir að mögulegt er að rækta plöntur í geimnum eða að minnsta kosti við mjög erfiðar aðstæður. Það getur komið sér vel að geta framkvæmt það ef til þess kemur að þurfa að rækta sér til matar á svona fjarlægum slóðum.

Þetta mun þó ekki vera í fyrsta skiptið sem tekist hefur að rækta blóm í geimnum, en líklegast er þetta þriðja blómið sem vex við slíkar aðstæður. Blómið er þó óneitanlega ofsalega fallegt, og hér að neðan má sjá myndir af plöntunni, en þær voru birtar á heimasíðu NASA.

Mynd: NASA
Mynd: NASA
Mynd: NASA
Mynd: NASA
Mynd: NASA
Mynd: NASA
Mynd: NASA
Mynd: NASA