Ebola-Vaccine1

Kínverskir vísindamenn sem eytt hafa síðustu misserum við að þróa bóluefni gegn ebólu sjá nú loks árangur erfiðis síns. Fyrstu fasa tilraunir á bóluefninu gefa til kynna að það virki.

120 heilbrigðir einstaklingar voru fengnir til að skoða áhrif bóluefnisins. Sjálfboðaliðunum var skipt upp í 3 hópa, einn lyfleysuhóp, einn hóp sem féll lítinn skammt við bólusetningu og svo þriðja hópinn sem fékk stóran skammt við bólusetningu. 28 dögum seinna var tekin blóðprufa til að athuga hvort mótefni gegn ebóluveirunni væri til staðar, þ.e.a.s. hvort ónæmisviðbragð væri farið af stað.

Enginn sýndi viðbrögð við leyfleysunni. 38 einstaklingar af 40 sem fengu lágan skammt af bóluefni sýndu svörun meðan 40 einstaklingar af 40 sem fengu stóran skammt af bóluefni sýndu svörun.

Þetta eru sterkar vísbendingar um að bóluefnið virki eins og vonir stóðu til. Enn á þó eftir að skoða hvort bólusetningin veiti fullkomna vörn þegar viðkomandi kemst í návígi við veiruna sjálfa. Það verður spennandi að fygljast með því.

The Lanchet greinir frá þessum góðu fréttum í nýjasta tölublaði sínu.