Mynd: Smile
Mynd: Smile

Botox eða botulin toxin er eiturefni sem er mikið notað til að fela merki lífsins, þ.e. hrukkur. Botoxi er sprautað á vel valda staði í andliti fólks þar sem efnið veldur tímabundinni vægri lömun svo taugar og vöðvar í andlitinu virka ekki sem skyldi, og andlitið verður slétt og fellt.

Frábært! eða hvað?

Til að skilja tilfinningar þeirra sem við tölum við þá ósjálfrátt hermum við eftir sömu svipbrigðum, um leið og við gerum það upplifum við tilfinningarnar sem þau eru að tjá okkur. En hvað gerist ef við höfum lamað taugarnar í andlitinu á okkur svo við getum ekki framkvæmt svipuð svipbrigði?

Í rannsókn sem birt var í Toxicon var þessi skynjun fólks á tilfinningar annarra prófuð. Hópur fólks sem hafði fengið botox var beðið um að lesa í svipbrigði annarra, stuttu eftir botox meðferð og svo var prófið endurtekið tveimur vikum seinna þegar áhrif botoxins hafa minnkað.

Samkvæmt rannsókninni hefur botoxið ekki áhrif á lestur fólks á mjög áberandi svipbrigði eins og hlátur eða breytt bros, það má þannig giska á að fólk meðhöndlað með botox myndi líklega hugga börnin sín ef þau færu að gráta. Hins vegar þegar svipbrigðin eru ekki eins áberandi, eins og brosviprur eða kannski breytt staða augabrúna eða eitthvað slíkt, þá átti fólk með botox erfiðara með að lesa í svipbrigðin.

Það kemur fólki kannski á óvart að fegrunaraðgerðir sem þessar geti mögulega haft áhrif á getu fólks til að hafa eðlileg samskipti. Þó grátur og hlátur séu kannski áberandi og vel lesanleg þá verður að viðurkennast að stór hluti samskipta okkar fer einmitt fram með mun hógværari svipbrigðum.