Margir þekkja botox sem efni sem er notað við lýtaðagerðir til að losa fólk við hrukkur og aðra „óæskilega“ fylgikvilla lífsins.

Botox er stytting á Botulinum Toxin, en það er er framleitt í bakteríutegundinni Clostritium botulinum. Bakteríutegundin og eitrið sem hún framleiðir uppgötvaðist fyrst vegna dauðsfalla sem eitrið olli eftir neyslu einstaklinga á matvöru sem innihélt bakteríuna.

Í litlum skömmtum er hægt að nota efnið til lækninga, og þó við þekkjum það best vegna lýtalækninga þá er það notað í fjölmörgum öðrum aðstæðum eins og til að laga vöðvakippi eða jafnvel mígreni.

Fræðist meira um botox í myndbandi SciShow hér að neðan.