Screen Shot 2016-05-28 at 09.58.29

Af og til koma fréttir af því að heimsendir sé í nánd. Hver man til dæmis ekki eftir heimsendinum sem átti að vera 2012, samkvæmt dagatali Maya?

Sem betur fer hefur ekki verið fótur fyrir heimsendaspám hingað til og hér erum við enn. Ekkert endist þó að eilífu og mun sá dagur koma að sólin gleypi jörðina, þó hann sé langt, langt undan.

Á dögunum var eðlisfræðingurinn Brian Greene gestur í þættinum The Late Show með Stephen Colbert og fjallaði hann einmitt um hvernig sólin kemur til með að gleypa jörðina. Greene útskýrir ferlið á einfaldan og skemmtilegan hátt líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan.