breastfeeding

Með aukinni þekkingu um ávinning þess að gefa börnum móðurmjólk hefur orðið vitundarvaknin meðal kvenna um allan heim um að leggja sig fram við að gefa börnum sínum brjóst eða, ef þær mjólka ekki sjálfar, brjóstamjólk sem fengin er með öðrum leiðum. Þetta þýðir að ákveðinn markaður fyrir brjóstamjólk hefur skapast, þar sem konur eru að versla með brjóstamjólk og oft fara þessi viðskipti fram í gegnum internetið. Þessi markaður hefur vakið áhyggjur fræðimanna á því hvort þarna sé fyllsta hreinlætis gætt, hvort mjólkin sem er seld sé raunverulega brjóstamjólk eða íblönduð og hvort þarna sé verið að nýta bága aðstöðu ákveðinna kvenna, bæði kaupenda og seljanda.

Til að skoða þessa nýju stöðu sem upp er komin betur, var rætt við 392 konur sem allar hafa tekið þátt í þessum brjóstamjólkurmarkaði. Félagsleg staða kvennanna var skoðuð og aðferðir þeirra við að deila brjóstamjólk. Rannsóknin var unnin við University of central Florida og tók til kvenna sem eru búsettar í Flórída.

Í ljós kom að þær konur sem nýta sér þennan möguleika að þiggja eða gefa mjólk frá öðrum konur eru yfirleitt bæði menntaðar og vel settar fjárhagslega. Í flestum tilfellum er ekki um eiginlega sölu að ræða heldur gjafir. Þá eru þær konur sem þiggja mjólk yfirleitt í þeirri stöðu að geta ekki mjólkað sjálfar en vilja samt að barnið þeirra njóti þess ávinnings sem af móðurmjólk hlýst. Þær konur sem gefa mjólk gera það yfirleitt af af svipaðir ástæðu, það er skilningi á því ástandi að vilja veita barni sínu móðurmjólk.

Einnig kom í ljós að þessi skipti fara ekki einungis fram í gegnum samfélagsmiðlum internetsins heldur einnig í gegnum tenglsanet kvennanna, sem þýðir að oft þekkjast þessar konur eitthvað áður en þessi gjöf á sér stað. Það sem kom höfundum greinarinnar einnig mjög mikið á óvart var að oft er mjólkin gefin beint af brjósti, þ.e.a.s. konur sem gáfu barni annarra kvenna mjólk lögðu þau oft á brjóst í stað þess að mjólka sig í ílát.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda því til þess að ekki er um svartamarkaðsbrask með brjóstamjólk að ræða heldur samheldið samfélag mæðra sem vilja hjálpa hvor annarri og hafa skilning á þeirri aðstöðu sem hefur skapast. Mjólkin er ekki seld til að græða á henni og því enn ekki ástæða til að ætlast heilnæmi hennar, að minnsta kosti ekki á þessu svæði. Svo virðist sem mjólkurdeilingin sé því af hinu góða, að minnsta kosti enn sem komið er.