Mynd: The Guardian
Mynd: The Guardian

Myndefni sem fylgir fréttinni gæti vakið óhug.

Eins og dyggir lesendur Hvatans muna líklegast eftir þá birtust á síðasta ári nokkrar fréttir um hinn ítalska Sergio Canavero sem ætlar sér að vera fyrstur til að græða höfuð á nýjan líkama.
Höfuð sem fær nýjan líkama?
Hverjar gætu afleiðingar fyrstu höfuðígræðslunnar verið?
Framhaldssagan um höfuðágræðsluna

Canavero hefur eytt umtalsverðum tíma, orku og fjármunum í að sannfæra vísindaheiminn um að hann geti framkvæmt höfuðágræðslu. Grein þess efnis, þar sem aðferðinni er lýst án þess að vera framkvæmd, hefur verið birtar og nú stendur til að birta enn eina greinina þar sem höfuðágræðslu á apa er lýst. Sú aðgerð á að hafa farið fram í Kína hjá samstarfsaðila Canavero, Xiaoping Ren.

Þó greinin hafi enn ekki verið samþykkt af ritrýndum tímaritum hefur Canavero ekki látið það aftra sér frá því að senda frá sér fréttatilkynningar til miðla á borð við New Scientist. Að auki hefur Rússinn Valery Spiridonov, sem hefur samþykkt að undirgangast fyrstu höfuðágræðsluna, birt skype-símtal sem fram fór milli hans og Canavero varðandi aðgerðina og þar sýnir Canavero myndir sem lagt er upp með að birtist í greininni. Í lok samtalsins má heyra Canaver biðla til Rússneskra auðjöfra og Mark Zuckerberg um fjármögnun fyrir áframhaldandi rannsóknum, svo þar gæti mögulega verið komin skýring á hamaganginum.

Myndbandið má sjá hér að neðan.

Það verður að teljast helst til óvenjulegt að vísindamaður birti fréttatilkynningu um niðurstöður sínar áður en rannsóknin fæst birt í ritrýndum tímaritum og eins og flestir geta líklega giskað á þá telur vísindaheimurinn áætlanir Canaveros glapræði svo vægt sé til orða tekið. Margir hafa bent á að Canavero ætti frekar að beina kröftum sínum í því að rannsaka taugaskaða og mögulegar lækningar við því áður en ráðist í aðgerð eins og höfuðágræðslu.

Við munum halda áfram að fylgjast með þessari furðulegu framhaldssögu og vonum það besta, það er að Canavero afhöfði ekki aumingja Valery Spiridonov í því skyni að reyna að sanna mál sitt, því líkurnar eru því miður ekki þeim í hag.