Vísindafélag Íslendinga og Vísindavefurinn hafa tekið höndum saman og ákveðið að birta fróðleik um einn núlifandi íslenskan vísindamann á dag út árið.

Tilefnið er aldarafmæli Vísindafélags Íslendinga sem stofnað var þann 1. desember 1918.

Það er af nógu að taka, enda er Íslendingar duglegir á sviðum vísinda sem og öðrum sviðum atvinnulífsins. Nú þegar hafa greinar birst um fjóra vísindamenn, þau Anton Karl Ingason, Unni Önnu Valdimarsdóttur, Eirík Bergmann Einarsson og Eddu Sif Pind Aradóttur.

Við hvetjum alla vísindaáhugamenn og konur að sjálfsögðu til þess að fylgjast með.