screen-shot-2016-10-26-at-22-39-05

Ein óvenjulegasta keppni ársins er vafalaust keppni hins virta tímarits Science sem ber yfirskriftina “Dance Your Ph.D.” eða Dansaðu doktorsverkefnið þitt. Nafnið segir í raun allt sem segja þarf en þátttakendur í keppninni semja dansverk þar sem þeir túlka doktorsverkefnið sitt.

Eins og gefur að skilja getur útkoman verið ansi skrautleg og hefur sigurvegari ársins 2016 nú verið krýndur. Í ár var það Jacob Brubert sem bar sigur úr bítum með túlkun sinni á doktorsverkefni sínu í heilbrigðisverkfræði. Brubert vinnur að verkefninu við Háskólann í Cambridge og notaði hann stepp dans, salsa, sirkúslistir og fleira til að túlka verkefnið sitt.

Við leyfum myndbandinu að tala sínu máli: