Mynd: Trilogy Mumbai
Mynd: Trilogy Mumbai

Í dag, 28. október, er síðasti dagurinn fyrir doktorsnema að skila inn dansverki í keppni sem útgefandi Science Magasin, AAAS, stendur fyrir.

Doktorsnemar eru þá hvattir til að segja frá verkefninu sínu á dansformi. Þetta kann að hljóma sérstakt en mörg skemmtileg dansverk hafa komið útúr þessum í keppnum, síðastliðin 7 ár sem þær hafa verið haldnar, en í ár er keppnin haldin í áttunda sinn. Listir og vísindi eru ekki oft nefnd í sömu andrá en eiga þó ágætlega vel saman, í báðum tilfellum þarf einstaklingurinn að búa yfir ákveðinni skapandi hugsun, sem er þjálfuð til að nýtast við annað hvort að skapa list eða til að túlka niðurstöður.

Leyfilegt er að nota hvaða dansform sem er, eina sem beðið er um, er að doktorsverkefni viðkomandi sé söguþráður dansverksins. Höfundur og dansarar verksins þurfa ekki að hafa margra ára dansreynslu á bakinu heldur, sem getur verið kostur þar sem dansreynsla er ekki skilyrði fyrir inngögnu í doktirsnám. Ekki er vitað hvort einhverjir íslenskir doktorsnemar hafa látið til skarar skríða og sent inn myndband, en fyrir þá sem hafa hugmynd í kollinum þá er um að gera að framkvæma strax, taka upp myndband, setja á youtube, og fylgja leiðbeiningunum sem gefnar eru upp hér.

Hér að neðan má sjá dansverkið sem vann í fyrra, vinningshafinn var doktorsneminn Uma Nagendra sem túlkaði verkefnið sitt í plöntuvistfræði og fékk í verðlaun $1000 en verkið hennar var einnig sýnt við háskólann í Stanford.

Myndbönd fleiri vinningshafa má sjá hér og hér