Mynd: Brained Dispatch
Mynd: Brained Dispatch

Jason Robinson, íbúi í Michigan, birti nýlega mynband sem hann tók af ísnum á Pine river á heimaslóðum sínum. Það sem er merkilegt við þetta myndband er íshellan sem snýst í hringi ofan á ánni. Fyrirbærið er hægt að sjá í myndbandinu hér að neðan.

Þó fyrirbærið sé ekki einsdæmi eiga vísindamenn erfitt með að skilja hvernig það myndast. Vitað er að snúningur hellunnar er tilkominn að hluta til vegna þess að vatn hefur mesta rýmd við 4°C, en ekki á föstu formi eins og önnur efni. Hvernig stendur á því að hellan hefur fullkomið hringlaga form er ekki vitað.

Þrátt fyrir að vita ekki nákvæmlega hvað er á seyði eru svona íshellur einstaklega flottar og þess vegna birtum við hér annað myndband af sama fyrirbæri sem sást í Sheyenne river í Norður Dakota.